So You Think You Can Dance

So You Think You Can Dance
Einnig þekkt semDansstjörnuleitin
TegundRaunveruleikaþáttur
Búið til afSimon Fuller
Nigel Lythgoe
ÞróunSimon Fuller
LeikstjóriNigel Lythgoe (áheyrnarprufur)
Matthew Diamond (studió þættir)
KynnirLauren Sánchez (2005)
Cat Deeley (2006 -)
DómararNigel Lythgoe
Mary Murphy
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta102
Framleiðsla
AðalframleiðandiSimon Fuller
Nigel Lythgoe
Allen Shapiro (2005 - 2006)
Barry Adelman
StaðsetningMargar borgir Bandaríkjanna (áheyrnarprufur)
Planet Hollywood Resort and Casino, Las Vegas, NV (Vegas umferð)
CBS Television City, Los Angeles, CA (úrslit)
Lengd þáttarMismunandi
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFOX
Myndframsetning(480p) (SDTV)
(720p) (HDTV)

So You Think You Can Dance (Danskeppni - stjörnuleit) er bandarískur raunveruleikaþáttur, sem sýndur var á FOX-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Þættirnir fóru fyrst í loftið þann 20. júlí 2005 og hefur svipaðan tilgang og American Idol þættirnir, það er að finna næstu stórstjörnur, en hér er verið að leita að stjörnum danslistarinnar. Simon Fuller og Nigel Lythgoe unnu hugmyndavinnuna að þáttunum en þeir eru framleiddur af 19 Entertainment og Dick Clark Productions. Mismunandi keppendur eru valdir í þáttunum, allt frá óþekktum götudönsurum til sigurvegara í alþjóðlegum keppnum. Allir keppendur verða að vinna sig í gegnum langt og strangt ferli og þurfa að geta dansað hina ýmsu stíla, með hinum ýmsu dansfélögum í hverri viku til þess að kanna danssvið þeirra.

Þátturinn var sá vinsælasti sumarið 2006 hjá áhorfendum 18-49 ára. Kynnir fyrstu þáttaraðarinnar var Lauren Sánchez en núverandi kynnir þáttanna er hin breska Cat Deeley. Í ágúst 2006 var einnig tilkynnt um það að þættirnir yrði framleiddir á Nýja Sjálandi, í Úkraínu, Tyrklandi, Ísrael, Kanada, Þýskalandi, Grikklandi, Póllandi, Malasíu, Hollandi, Suður Afríku og Ástralíu ásamt nokkrum öðrum löndum.

So You Think You Can Dance heldur áheyrnarprfur í stórum borgum í Bandaríkjunum og leitar að bestu dönsurunum í hverri borg. Dansarar á hinum ýmsu sviðum eru hvattir til að koma í prufur. Salsa, samkvæmisdans, hip hop, götudans, nútímadans, jazz, ballet og fleiri gerðir dansara hafa komið í áheyrnarprufur í þáttunum til þess að vinna aðal verðlaunin, bíl, 250.000 dollara í beinhörðum peningum, danshlutverk í sýningu Celine Dion í Las Vegas og titilinn Vinsælasti dansari Bandaríkjanna (e. America's Favorite Dancer). Í fyrstu fjóru þáttaröðunum hafa sigurvegararnir verið Nick Lazzarini, Benji Schwimmer, Sabra Johnson og Joshua Allen. Þátturinn hefur unnið 3 Emmy verðlaun fyrir framúrskarandi dansspor.


Developed by StudentB